Þórdís Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

Foreldrasamvinna

Umgengnissamningur og samkomulag um foreldrasamvinnu

Sátt og fyrirsjáanleiki í foreldrasamvinnunni eru til þess fallin að skapa bestu mögulegu skilyrði fyrir ykkur og börnin ykkar.

Ef parsambandi ykkar lýkur, þurfið þið að ná samkomulagi um ýmsa þætti í tengslum við börnin ykkar. Hvar eiga börnin að búa? Förum við áfram sameiginlega með forsjá barnanna? Hvaða tilhögun á að vera á dvöl barnanna hjá hvoru foreldri um sig? Á annað foreldrið að greiða hinu meðlag?

Þrátt fyrir að parsambandi ykkar sé lokið og þið búið ekki lengur saman þá eruð þið bæði áfram fjölskylda barnanna út lífið. Fyrir marga reynist samvinnan um börnin erfið og upp koma deilur. Það er þungbært fyrir börnin, þegar það fólk sem þeim þykir allra vænst um, á í deilum. Jákvæð foreldrasamvinna hefur jákvæð áhrif á líðan og stöðu ykkar sjálfra en ekki síst á stöðu og líðan barnanna ykkar og þar með tækifæri þeirra til að aðlagast breyttum aðstæðum og alast upp við bestu mögulegu skilyrði. Samkomulag um foreldrasamvinnu er mikilvægt verkfæri til að ná því markmiði.

Eftirfarandi eru dæmi um þætti sem gagnlegt getur verið að sé samkomulag um í foreldrasamvinnu:

Allir foreldrar vilja skapa börnum sínum bestu möguleg skilyrði. Í því samhengi er vert að íhuga eftirfarandi með tilliti til stöðu og líðan barnanna ykkar við samvistarslit ykkar foreldranna: