Þórdís Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

Um mig

Ég hef lengi unnið með börn og fjölskyldur og hef ætíð haft sérstakan áhuga á samskiptum innan fjölskyldna.

Ég hef starfað sem félagsráðgjafi frá árinu 2004 frá því ég lauk prófi í félagsráðgjöf frá Den sociale Højskole í Århus. Árið 2008 lauk ég diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Fagleg nálgun mín byggir á grunni heildarsýnar, bæði á einstakling og umhverfi. Þá er sjónarhorn valdeflingar jafnan skammt undan í þeirri ráðgjöf sem ég býð upp á, en í því felst sú afstaða að gagnlegt sé að skoða styrkleika og vellíðan fólks þegar feta skal veginn til breytinga. Afstaða mín er að við sem manneskjur getum fundið og þroskað styrkleika okkar og möguleika, þegar okkur er mætt af skilningi og samkennd. Ráðgjöfin er þannig einstaklingsmiðuð og á jafningjagrundvelli. Í ráðgjafasamtalinu vinnur þú með það sem er knýjandi fyrir þig. Auk ráðgjafavinnunnar hef ég mikla og sérhæfða reynslu úr störfum mínum sem sáttamiðlari í fjölskyldumálum og sérfræðingur í málefnum barna samkvæmt barnalögum.

Ég er félagsmaður í Félagsráðgjafafélagi Íslands og starfa samkvæmt siðareglum íslenskra félagsráðgjafa. Ég er jafnframt félagsmaður í Sátt-félagi um sáttamiðlun og starfa sem sáttamiðlari samkvæmt siðareglum félagsins. Ég tek reglulega þátt í námskeiðum, ráðstefnum, vinnustofum og öðru því sem til þess er fallið að viðhalda þekkingu minni og endurnýja hana og nýt jafnframt reglulegrar handleiðslu í störfum mínum til að viðahalda stöðugum þroska í starfi.

Ég sæki reglulega námskeið, ráðstefnur, vinnustofur og annað það sem til þess er fallið að viðhalda og endurnýja þekkingu mína. Jafnframt nýt ég reglulegrar handleiðslu í störfum mínum til að viðhalda stöðugum þroska í starfi.

Störf

Starfsreynsla er meðal annars við félagsþjónustu og barnavernd í Ebeltoft í Danmörku 2004-2006, félagsrágðjafi við barnavernd í Reykjavík 2006-2007, forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir og úr núverandi starfi sem fagstjóri, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum í Reykjavík og nú sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hef ég sjálfstætt unnið margvísleg verkefni fyrir barnaverndanefndir, til að mynda í Reykjavík, Garðabæ og Fjarðabyggð. Jafnframt hef ég leiðbeint á námskeiðum í sáttamiðlun í fjölskyldumálum við endurmenntun Háskóla Íslands, 2016 og í fjölskyldumeðferðarnámi Háskóla Íslands, 2016 og 2018.