Ráðgjöf fyrir þig
og þína nánustu
Ráðgjöfin hentar þér, sem óskar að vinna með tengslin við þína nánustu og þýðingamiklar persónulegar áskoranir.
Sumir leita sér ráðgjafar vegna vanda sem þróast hefur hægt og sígandi yfir langan tíma og sem birtist svo sem erfiðleikar í nánum tengslum og parsamböndum. Sumir finna til aukinnar streitu, kvíða eða depurðar. Fyrir aðra kann ástæðan að vera óvænt áfall eða erfið lífsreynsla.