Þórdís Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

Pararáðgjöf

Í pararáðgöf gefst tækifæri til að þróa sambandið í jákvæða átt.

Í pararáðgjöf vinnið þið með að breyta mynstrum í parsambandinu. Það er athygli á báðum aðilum og á viðbrögðum beggja sem ef til vill valda erfiðleikum í sambandinu.

Í ráðgjöfinni skapast möguleikar á að læra nýjan samskiptamáta og hlusta á hvort annað og öðlast aukið innsæi í ykkur sjálf og maka ykkar. Samtalið er mikilvægasta forsenda þess að skilja hvað aðrir upplifa og meina. Pararáðgjöf felur þannig í sér möguleikann á að endurheimta nánd og næmi í parsambandinu.

Viðfangsefnin sem hægt er að vinna með í pararáðgjöf eru til að mynda væntingar um nánd, ítrekuð rifrildi og ágreiningur, afbrýðisemi, óöryggi, vantraust, skoðanamunur, trúnaðarbrestur, mörk og uppgjör.

Þið viljið ef til vill öðlast dýpri skilning á því hvert þið viljið stefna með parsambandið.

Fyrir sum pör mun eitt viðtal vera nóg, fyrir önnur getur verið gagnlegt að eiga fleiri viðtöl, allt eftir aðstæðum.

Paraviðtal varir í 90 mínútur.